Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var að mæta sínu fyrrum félagi en hann stýrði Augnabliki á sínum tíma. Á samfélagsmiðlum Augnabliks var leiknum stillt upp sem átökum lærisveinsins gegn læriföðurnum en Hrannar Bogi Jónsson, þjálfari Augnabliks, vann með Jökli þegar hann stýrði Kópavogsliðinu.
Það mátti vart tæpara standa í leik kvöldsins. Breki Baxter kom Stjörnuni yfir um miðjan fyrri hálfleik en Guðni Rafn Róbertsson jafnaði fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik.
Staðan var 1-1 fram á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði það sem reyndist sigurmark Stjörnunnar. Garðbæingar unnu 2-1 og fara í 16-liða úrslit.