Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt? Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 08:01 Heimir og Aron (t.h.) voru ósammála um hvernig bæri að refsa Grétari (t.v.) fyrir tæklingu hans í gærkvöld. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn. Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan. FH Valur Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan.
FH Valur Besta deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira