Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 09:41 Sánchez hefur setið í embætti frá árinu 2018. EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki. Spánn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki.
Spánn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira