Glæsileg þjóðbúningamessa á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2024 20:15 Prestur dagsins, Sigríður Kristín (t.v.) og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem var með hugvekju dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Rangárþingi fögnuðu komu sumarsins með þjóðbúningamessu í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli þar sem karlar, konur og börn mættu prúðbúin til messu í sínum þjóðbúningum. Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.” Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Prestur dagsins var séra Sigríður Kristín og Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi flutti hugvekju og kór prestakallsins sá um söng undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. „Okkur fannst bara upplagt að klæða okkur upp á en mamma saumaði búningana, þannig að nýta búningana og nýta daginn til þess að fara í þá,” segir Bóel Anna Þórisdóttir en hún mætti í messuna ásamt dóttur sinni, Belindu Birkisdóttur og mömmu sinni, Ásdísi Kristinsdóttur. „Þetta er kyrtilbúningur og upphlutur, íslenskir búningar, sem ég saumaði eftir að hafa fara á saumanámskeið í þjóðbúningagerð”, segir Ásdís og bætti við hlægjandi. „Þær passa báðar vel í búningana í dag en þær mega ekki bæta mikið á sig svo það verði ekki“. Mæðgurnar, frá hægri, Ásdís Kristinsdóttir, Bóel Anna Þórisdóttir og Belinda Birkisdóttir, sem voru ánægðar með þjóðbúningamessuna í dag og nutu þessa að sækja kirkju á fyrsta degi sumars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiðurinn og skipuleggjendur þjóðbúningamessunnar elska allt sem snýr að þjóðbúningum og notkun þeirra. „Okkur fannst alveg kjörið að hvetja til þessarar messu og hópa saman fólkinu okkar hérna og fá fólk til að nota búningana, sem það á inn í skápum,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir. „Það gleður okkur hvað er gott veður og margir mættu í messuna,” segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir. Mjög góð þátttaka var í þjóðbúningamessunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýra þær þennan mikla þjóðbúningaáhuga í Rangárþingi, hvað veldur ? „Okkur finnst þetta náttúrulega stemming þannig að við erum að hvetja fólk til þess að vera með okkur í þessu og nota oftar búningana sína,” segir Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna bætir við. „Kannski erum við að smita út frá okkur og fáum þá fleiri með okkur og getum svo haldið þessu áfram árlega.”
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira