Handbolti

FH-ingar skrefi nær úr­slita­ein­víginu

Siggeir Ævarsson skrifar
Aron Pálmarsson fór hamförum í dag og skoraði tíu mörk
Aron Pálmarsson fór hamförum í dag og skoraði tíu mörk Vísir/Anton Brink

FH gerði góð ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið lagði ÍBV 28-36 og tók 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Íslands­móts karla í hand­bolta.

Gestirnir voru með ágæt tök á leiknum stærstan hluta hans og leiddu í hálfleik 16-18. Þeir náðu svo upp fimm marka forskoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka og lönduðu að lokum öruggum átta marka sigri.

Aron Pálmarsson fór mikinn í liði FH og skoraði tíu mörk en Arnór Viðarsson var markahæstur Eyjamanna með sex mörk.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Kaplakrika en vinna þarf þrjá leiki til að klára einvígið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×