Sophia Bush kemur út úr skápnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 21:51 Sophia Bush er 41 árs gömul og segir að henni finnist hún loks geta andað. Getty/GENNA MARTIN Sophia Bush hefur komið út úr skápnum og staðfest að hún sé í sambandi með Ashlyn Harris, fyrrverandi landsliðskonu í landsliði Bandaríkjanna í fótbolta. Bush segist loksins geta andað og segist finna fyrir miklum létti. Bush, sem er leikkona og hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum One Tree Hill, var í viðtali við Glamour í Bandaríkjunum þar sem hún segist pirruð yfir því að þurfa að koma út úr skápnum árið 2024 en ítrekaði að samfélag hinsegin fólks hefði líklega ekki orðið fyrir eins miklum árásum um árabil og það stæði frammi fyrir nú. Hundruð frumvarpa sem beindust gegn samfélaginu hefðu verið lögð fyrir fjölmörg ríkisþing Bandaríkjanna í fyrra og segist hún þess vegna hafa ákveðið að stíga fram. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra, eftir að þau höfðu gift sig snemma árs 2022. Undir lok síðasta árs sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að Bush væri að hitta Harris. Þær mættu svo saman í Óskarsverðlaunasamkvæmi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt NBC News. Í viðtalinu, sem ber fyrirsögnina „Mér finnst ég loks geta andað“ segir Bush frá því að eftir að fregnirnar af sambandi hennar og Harris birtust fyrst hafi vinkona móður hennar hringt í hana og spurt hvort þetta gæti verið rétt. Dóttir hennar væri ekki samkynhneigð. Móðir hennar svaraði um hæl: „Elskan mín. Ég held hún sé frekar samkynhneigð og hún er glöð.“ Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Bush, sem er leikkona og hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum One Tree Hill, var í viðtali við Glamour í Bandaríkjunum þar sem hún segist pirruð yfir því að þurfa að koma út úr skápnum árið 2024 en ítrekaði að samfélag hinsegin fólks hefði líklega ekki orðið fyrir eins miklum árásum um árabil og það stæði frammi fyrir nú. Hundruð frumvarpa sem beindust gegn samfélaginu hefðu verið lögð fyrir fjölmörg ríkisþing Bandaríkjanna í fyrra og segist hún þess vegna hafa ákveðið að stíga fram. Hún skildi við eiginmann sinn í fyrra, eftir að þau höfðu gift sig snemma árs 2022. Undir lok síðasta árs sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að Bush væri að hitta Harris. Þær mættu svo saman í Óskarsverðlaunasamkvæmi í síðasta mánuði, samkvæmt frétt NBC News. Í viðtalinu, sem ber fyrirsögnina „Mér finnst ég loks geta andað“ segir Bush frá því að eftir að fregnirnar af sambandi hennar og Harris birtust fyrst hafi vinkona móður hennar hringt í hana og spurt hvort þetta gæti verið rétt. Dóttir hennar væri ekki samkynhneigð. Móðir hennar svaraði um hæl: „Elskan mín. Ég held hún sé frekar samkynhneigð og hún er glöð.“
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira