Fótbolti

Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino er mikill aðdáandi þjóðanna á Arabíuskaganum og peningarnir streyma þangað til FIFA.
Gianni Infantino er mikill aðdáandi þjóðanna á Arabíuskaganum og peningarnir streyma þangað til FIFA. Gretty/Francois Nel

Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki.

Samningur FIFA olíufyrirtækisins Saudi Aramco er enn eitt dæmið um það að Sádi-Arabía er að reyna að kaupa sér velvild í gegnum íþróttirnar.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið olíuríkjunum til varnar og neitað að gagnrýna slæma stöðu á mannréttindum í löndunum. Peningarnir streyma frá Arabíuskaganum til FIFA og þessi samningur er enn eitt dæmið um það.

AÐ-fréttastofan heldur því fram að samningurinn sé sá stærsti sem FIFA hafi nokkurn tímann gert við styrktaraðila ef tekið er mið af því hversu mikinn pening FIFA fær á hverju ári.

„Það sjokkerar okkur ekki lengur að Sádi-Arabía noti íþróttirnar sem verkfæri í almannatengslamálum og FIFA hefur vissulega haft tækifæri til að láta heiminn vita af gríðarlegum mannréttindabrotum stjórnvalda í Sádi-Arabíu,“ sagði Frank Conde Tangberg verkefnisstjóri hjá Amnesty International við NTB fréttastofuna. NRK segir frá.

„Í stað þess að gera það hefur FIFA ákveðið að rúlla út rauða dreglinum fyrir Sádana sem bæði gestgjafa á HM og sem styrktaraðila. Við hvetjum FIFA til að taka virkari þátt í því að meta áhættuna af því að halda heimsmeistaramótið þar árið 2034,“ sagði Tangberg.

Þegar NTB hafði samband við FIFA var svarið meal annars það að FIFA eyði 3,9 milljörðum Bandaríkjadala í þróunarstarf og kennslu í heiminum. Þróunarstarfið snýr að kvennafótbolta, dómaramálum, unglinastarfi og betri aðstöðu. FIFA telur því að sambandið sé að gera sitt til að gera heiminn betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×