Sjáðu og heyrðu sjónvarpslýsanda sturlast yfir Brynjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 11:31 Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti. Getty/Marc Atkins Íslenski knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim sem lýsti leik Kristiansund og Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024 Norski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024
Norski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira