„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:01 Þorvaldur Orri Árnason fagnar sigurkörfunni sinni. S2 Sport Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum