Vonast til að koma dánarbúinu í góðar hendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2024 15:00 Guðlaugur Þór á leið til fundar með ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku. „Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór var gestur í viðtali í hlaðvarpinu Ekkert rusl sem Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir halda úti. Hann segir að við verðum vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til þess að mæta orkuþörfinni. Lítið hafi verið hugsað til framtíðar síðustu fimmtán til tuttugu árin. Þessi staða sé afleiðing þess. Hann segist þó ekki hafa áhuga á að vera með barlóm og tala um allt sem er miður heldur hugsa í lausnum og hætta að væla. Verndarhringur um heimilin Guðlaugur talar um forfeður okkar sem voru í raun frumkvöðlar í orkumálum og bjuggu til sínar eigin raforkustöðvar úti á landsbyggðinni. Hann vill sjá meira af slíku framtaki hjá okkar kynslóð og talar um birtuorku, ekki sólarorku því Íslendingar tengi lítið við sól en sterkt við birtu. Birtuorkuna mætti nýta miklu betur og um leið og fólk fer að sjá fjárhagslegan ávinning af því að setja upp birtusellur hjá sér, þá er það tilbúið í grunnfjárfestinguna. Guðlaugur Þór segir að raforka muni bara koma til með að hækka í verði en fullyrðir að búið sé að setja ákveðinn verndarhring utan um heimilin því þau eigi áfram að njóta góðs af lágu raforkuverði. „Við getum algjörlega náð markmiðum okkar um 100% græna orku árið 2040 sem þýðir að við verðum sjálfbær og laus við jarðeldsneyti en við verðum að vinna hratt og þess vegna er ég að losa um hömlur sem varða virkjanir,“ segir Guðlaugur Þór. Ekki fastagestur í Góða hirðinum Ruslamálaráðherra, eins og hann kallar sig stundum, segist ekki versla notuð föt og ekki vera reglulegur gestur í Góða hirðinum. Hann er um þessar mundir að að fara í gegnum dánarbú foreldra sinna og vilji að aðrir njóti góðs af því sem þar er að finna. Hann segist hafa byrjað ferilinn sinn sem ruslamálaráðherra þegar hann var ungur alltaf látinn fara út með ruslið. Í Góða hirðinn koma þrír gámar af nothæfu dóti daglega og Guðlaugur Þór hefur jákvætt viðhorf til þess. „Það er aftur komin smá vakning eins og foreldrar okkar og ömmur okkar og afar tileinkuðu sér, því þá hafði fólk minna á milli handanna. Við erum farin að nýta hlutina örlítið betur og erum meðvitaðri um að láta þá fara áfram og inn í hringrásarhagkerfið,“ segir Guðlaugur Þór. Vill reglulegri losun á tunnum Hann nefnir verkefnið 200.000 tonn af tækifærum undir forystu Þórs Sigfússonar, stofnanda Sjávarklasans, en út úr því kom meðal annars að hægt væri að endurnýta steypu. Það hafi gerst með einu símtali. Stundum þurfi lítið til. Guðlaugur Þór og Ágústa Johnson eiginkona hans taka heilshugar þátt í Plokkdeginum sem er á sunnudag. „Það er svo miklu skemmtilegra að týna rusl í góðum félagsskap sama hvernig viðrar,“ segir Guðlaugur Þór og kvartar örlítið yfir því að Reykjavíkurborg tæmi ruslatunnurnar ekki nógu oft, sem verður til þess að plast og annað rusl fýkur út í hvippinn og hvappinn. Umhverfismál Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
„Við verðum amk næstu tvö árin með öfug orkuskipti sem þýðir að við erum með neikvæða þróun í grænu orkunni sem við státum okkur af. Það er skortur á raforku og því þurfa fyrirtæki í stóriðju að fara í olíu aftur, losun eykst og loftslagsbókhaldið okkar hefur farið niður,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór var gestur í viðtali í hlaðvarpinu Ekkert rusl sem Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir halda úti. Hann segir að við verðum vinna hratt og láta hendur standa fram úr ermum til þess að mæta orkuþörfinni. Lítið hafi verið hugsað til framtíðar síðustu fimmtán til tuttugu árin. Þessi staða sé afleiðing þess. Hann segist þó ekki hafa áhuga á að vera með barlóm og tala um allt sem er miður heldur hugsa í lausnum og hætta að væla. Verndarhringur um heimilin Guðlaugur talar um forfeður okkar sem voru í raun frumkvöðlar í orkumálum og bjuggu til sínar eigin raforkustöðvar úti á landsbyggðinni. Hann vill sjá meira af slíku framtaki hjá okkar kynslóð og talar um birtuorku, ekki sólarorku því Íslendingar tengi lítið við sól en sterkt við birtu. Birtuorkuna mætti nýta miklu betur og um leið og fólk fer að sjá fjárhagslegan ávinning af því að setja upp birtusellur hjá sér, þá er það tilbúið í grunnfjárfestinguna. Guðlaugur Þór segir að raforka muni bara koma til með að hækka í verði en fullyrðir að búið sé að setja ákveðinn verndarhring utan um heimilin því þau eigi áfram að njóta góðs af lágu raforkuverði. „Við getum algjörlega náð markmiðum okkar um 100% græna orku árið 2040 sem þýðir að við verðum sjálfbær og laus við jarðeldsneyti en við verðum að vinna hratt og þess vegna er ég að losa um hömlur sem varða virkjanir,“ segir Guðlaugur Þór. Ekki fastagestur í Góða hirðinum Ruslamálaráðherra, eins og hann kallar sig stundum, segist ekki versla notuð föt og ekki vera reglulegur gestur í Góða hirðinum. Hann er um þessar mundir að að fara í gegnum dánarbú foreldra sinna og vilji að aðrir njóti góðs af því sem þar er að finna. Hann segist hafa byrjað ferilinn sinn sem ruslamálaráðherra þegar hann var ungur alltaf látinn fara út með ruslið. Í Góða hirðinn koma þrír gámar af nothæfu dóti daglega og Guðlaugur Þór hefur jákvætt viðhorf til þess. „Það er aftur komin smá vakning eins og foreldrar okkar og ömmur okkar og afar tileinkuðu sér, því þá hafði fólk minna á milli handanna. Við erum farin að nýta hlutina örlítið betur og erum meðvitaðri um að láta þá fara áfram og inn í hringrásarhagkerfið,“ segir Guðlaugur Þór. Vill reglulegri losun á tunnum Hann nefnir verkefnið 200.000 tonn af tækifærum undir forystu Þórs Sigfússonar, stofnanda Sjávarklasans, en út úr því kom meðal annars að hægt væri að endurnýta steypu. Það hafi gerst með einu símtali. Stundum þurfi lítið til. Guðlaugur Þór og Ágústa Johnson eiginkona hans taka heilshugar þátt í Plokkdeginum sem er á sunnudag. „Það er svo miklu skemmtilegra að týna rusl í góðum félagsskap sama hvernig viðrar,“ segir Guðlaugur Þór og kvartar örlítið yfir því að Reykjavíkurborg tæmi ruslatunnurnar ekki nógu oft, sem verður til þess að plast og annað rusl fýkur út í hvippinn og hvappinn.
Umhverfismál Orkumál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira