Innlent

Mikil tíðindi í glæ­nýrri könnun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Við greinum frá niðurstöðum glænýrrar könnunar Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Metfjöldi skilaði meðmælum í Hörpu í morgun, við sýnum svipmyndir frá viðburðaríkum degi og ræðum við frambjóðendur.

Matvælaráðherra lýsir sig reiðubúinn til að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kann að vilja gera, einnig þegar kemur að eldfimum atriðum eins og ótímabundnum rekstrarleyfum. 

Við heimsækjum einnig tjaldbúðir við Háskóla Íslands sem nemendur reistu til stuðnings Palestínu. Þeim barst óvæntur liðsauki frá Hollywood-stjörnu, sem við tökum tali í fréttatímanum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá samstöðumótmælum Grindvíkinga á Austurvelli og kynnum okkur stóra styttumálið sem skekið hefur íslenskan menningarheim. Spellvirkjar hafa nú tvisvar á fáeinum árum sprautað gyllingu á útilistaverk eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Deildarstjóri Listasafns Reykjavíkur segir skemmdarverkið meiriháttar. 

Í sportpakkanum verður loks rætt við Jóhannes Kristinn Bjarnason leikmann KR sem kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 26. apríl 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×