Stöð 2 Sport
Heil umferð er á dagskrá í Bestu deild kvenna í dag. Hitað verður upp fyrir hana klukkan 13:15 og í kjölfarið er leikur Þróttar og Vals klukkan 14:00 á Stöð 2 Sport.
Fyrsti leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Subway-deildar kvenna er á sömu rás í kjölfarið. Bein útsending hefst klukkan 16:05.

Besta deildin
Fjórir aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild kvenna eru í dag.
Keflavík mætir Stjörnunni klukkan 14:00 og sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Á sömu rás klukkan 16:05 er leikur Breiðabliks og Tindastóls.
FH og Þór/KA mætast á sama tíma, klukkan 16:05, á Stöð 2 Besta deildin 2.
Síðasti leikurinn í deildinni er milli Víkings og Fylkis á Stöð 2 Sport 5, einnig klukkan 16:05.
Eftir þann leik munu Bestu mörkin fara yfir alla umferðina á sömu rás, Stöð 2 Sport 5, klukkan 18:15.
Stöð 2 Sport 2
Stórleikur Juventus og AC Milan í ítalska boltanum er á dagskrá í dag. Hann er klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 19:30 er leikur New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Nýliðavalið í NFL-deildinni klárast í dag eftir fyrstu umferðina í fyrrakvöld og aðra og þriðju umferð í gærkvöld. Allar þær umferðir sem eftir standa verða kláraðar maraþon útsendingu í dag, sem hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 3.
Stöð 2 Sport 4
Leikur Lazio og Hellas Verona í ítalska boltanum er á dagskrá klukkan 18:35 á Sport 4. Síðar um kvöldið, klukkan 22:00, verður þriðji hringurinn á JM Eagle LA-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi leikinn.
Vodafone Sport
Dagurinn hefst snemma á Vodafone Sport með Opna suður-afríska mótinu í golfi á Evróputúr kvenna klukkan 11:00.
Seinni partinn, klukkan 16:20 er leikur þýsku meistaranna í Leverkusen við Stuttgart í Bundesligunni í fótbolta.
Þýski handboltinn tekur við af fótboltanum með leik Melsungen við Fuchse Berlín klukkan 18:25 og klukkan 22:00 í kvöld er leikur Astros við Rockies í bandaríska hafnaboltanum.