„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 20:37 Einar Jónsson var að vonum svekktur eftir naumt tap í framlengdum leik. Vísir/Anton Brink Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. „Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“ Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
„Aftur erum við sjálfum okkur verstar. Förum með aragrúa af dauðafærum hérna og markmaðurinn hjá þeim vann þennan leik fyrir þær. Við bara klúðrum þessu sjálfar,“ segir Einar við Vísi eftir leik. Einar var þó alls ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigurð Hjört Þrastarson og Svavar Ólaf Pétursson. „Sko það er erfitt að spila á móti Haukum, þær eru virkilega fljótar á fótunum og með mjög öfluga leikmenn, en ef það á að leyfa fjögur og fimm skref í hverri einustu árás þá á bara að gefa þá tilkynningu út af hálfu HSÍ,“ „Ef það er búið að breyta reglunum og leyfa fjögur og fimm skref, nema að það sé búið að því, ég hélt allavega að það væru þrjú skref í handbolta, það þarf þá að tilkynna það. Hauka liðið græðir ekkert eðlilega mikið á því. Þær eru með leikmenn þarna innanborðs sem er bara mjög erfitt að stoppa einn á einn og hvað þá þegar þær fá að taka fjögur, fimm og jafnvel sex skref. Það er ekki boðlegt að mínu mati. Það eru 17 sinnum skref á þær í síðasta leik sem við spiluðum við þær og það er örugglega meira í þessum leik, ef mín tilfinning reynist rétt,“ segir Einar. Tapið þó ekki dómurunum að kenna Einar undirstrikaði þó að tapið í leiknum skrifaðist á sitt lið en ekki dómarana. „Engu að síður er það fyrst og fremst sjálfum okkur að kenna að hafa ekki unnið þennan leik, en það er bara mjög erfitt að spila á móti liði sem fær alltaf að taka fjögur og fimm skref í hverri einustu árás.“ „Nú þurfum við bara að fylla Lambhagahöllina og ég bara krefst þess að Framarar komi og styðji við bakið á okkur. Við erum búnar að spila þannig séð frábærlega núna tvo leiki en svo tekst okkur að fokka því upp sjálfar. Við stjórnum algjörlega ferðinni í þessu því mér finnst við hafa tapað þessum leikjum. Það vantar bara að klára þetta. Við erum klaufar í síðustu tveimur sóknunum okkar í venjulegum leiktíma, eins og í fyrri leiknum. Við endum ekki sóknirnar með skoti.“ Gera þetta almennilega á afmælishátíð Aðspurður út í leik liðsins í framlengingunni, þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark, hafði Einar þetta að segja. „Við förum með tvö dauðafæri í framlengingunni. Það er ekki eins og við séum ekki að skapa okkur færi, þetta eru náttúrulega ekki margar sóknir heldur. Við skoðum þetta vel og förum vel yfir þetta.“ Að lokum hafði Einar þetta að segja: „Það er langt í næsta leik, hann er á miðvikudaginn, afmælisdegi Fram. Við bara seljum okkur dýrt og höldum bara áfram að gera það sem við erum búnar að vera gera, það á að skila sigri á miðvikudaginn.“
Fram Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti