„Höfum verið að bíða eftir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 12:01 Sara Rún Hinriksdóttir mætir fersk til leiks í kvöld eftir tíu daga pásu. Vísir/Hulda Margrét „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. „Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira