„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:36 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Þrótti. VÍSIR/VILHELM Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. „Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni. Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur en við fengum nóg af færum til að skora þriðja markið sem við gerðum ekki og þá kemur alltaf smá stress en Þróttur er með gott lið, “ sagði Pétur sem hefði viljað sjá sitt lið skora þriðja markið. Að mati Péturs var leikurinn kaflaskiptur en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. „Mér fannst fyrsti hálftíminn var ágætur og mikið af tækifærum til að nýta færin eða komast inn fyrir. Mér fannst við gera vel fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik en svo kemur alltaf stress verandi 1-2 yfir.“ Sierra Marie Lelii jafnaði metin í fyrri hálfleik eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikmaður Vals, átti klaufalega sendingu til baka sem Sierra komst í og skoraði í kjölfarið. „Þetta er bara hluti af fótbolta og stundum kemur þetta fyrir.“ Þrátt fyrir að bæði liðin hafi fengið færi kom ekkert mark í seinni hálfleik. Pétur var þó nokkuð ánægður með 1-2 sigur. „Við fengum 2-3 færi fyrstu tíu mínúturnar en 2-1 er líka nóg þar sem þetta hafa verið hörkuleikir undanfarin ár sem hafa yfirleitt endað 2-1 og það var fínt að það hélt áfram.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir var tilkynnt sem nýr leikmaður Vals í gær en Pétur vildi ekki gefa það upp hvenær hún byrjar að spila með liðinu. „Bara þegar hún verður tilbúin. Ég skal hringja í þig þegar að ég veit það.“ Aðspurður hvort Valur ætti að rúlla yfir mótið sagði Pétur að það væri af og frá. „Ég ætla að láta ykkur vita svo það sé alveg á hreinu að það eru tuttugu og fimm leikmenn búnar að fara frá okkur undanfarin tvö ár. Það hafa fjórtán leikmenn farið á þessu ári bæði í atvinnumennsku og allt það. Við þurfum leikmenn eins og aðrir. Við vorum bara með átján leikmenn á skýrslu í dag það var ekki meira en það.“ „Svo það sé alveg á hreinu þá erum við ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót. Þetta eru góð lið sem við erum að spila á móti alveg sama hvaða lið það er. Við erum líka að stefna á Meistaradeildina sem skiptir okkur máli.“ Pétur sagði að lokum að hans mati væru öll liðin með mannskap í að elta Val í toppbaráttunni.
Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira