Arnór Ingvi spilaði allan leikinn í liði Norrköping en hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í hópnum hjá Häcken og Ísak Andri ekki í hópnum hjá Norrköping.
Íslenski miðjumaðurinn skoraði annað mark Norrköping með góðu skoti í fyrstu snertingu eftir laglegan undirbúning Tim Prica en sá hafði skorað fyrra mark liðsins í fyrri hálfleik.
Arnór Traustason slår till! IFK Norrköping leder med 2-0 borta mot BK Häcken ⚪🔵
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 28, 2024
📲 Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/McsyNsUiNp
Heimamenn í Häcken minnkuðu muninn skömmu síðar en komust ekki nær og leiknum með 2-1 sigri gestanna.
Eftir sigurinn er Norrköping með 10 stig í 6. sæti að loknum sex leikjum. Häcken er sæti ofar með jafn mörg stig.