Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 20:05 Viktor Bjarki Daðason fagnar marki sínu. Vísir/Anton Brink Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ungur leikmaður Fram skorar mikilvægt mark fyrir liðið en hinn nítján ára Freyr Sigurðsson tryggði liðinu 1-0 sigur á KR í síðustu umferð. Stjörnum prýtt lið Vals heldur áfram að hiksta og hefur liðið aðeins unnið einn leik þegar fjórar umferðir eru búnar af Bestu deildinni. Það var vel mætt á N1-völlinn í kvöld en Valsmenn blésu til veislu í ljósi tveggja kappleikja félagsins á Hlíðarenda í kvöld. Eins og mátti búast við þá var fimm manna varnarlína Fram föst fyrir og gáfu fá færi á sér. Gylfi Þór á ferð og flugi.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson komst í upplagt marktækifæri á 18. mínútu eftir góðan undirbúning Jónatan Inga Jónssonar. Gylfi kom boltanum framhjá Ólafi Íshólm, markverði Fram, en Tiago Da Silva náði að koma sér fyrir boltann áður en hann myndi enda í netinu. Besta færi Fram í fyrri hálfleik kom á 23. mínútu en Kennie Chopart fékk boltann á vítateigslínunni og skaut lágu skoti í bláhornið sem Frederik Schram sá við. Danski markvörðurinn gerði vel í fyrri hálfleik.Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur fjaraði hægt og rólega út en hvorugt lið náði að skapa sér hættulegar stöður á vellinum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom meira líf í þann síðari. Á 52. mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu sem Gylfi Þór Sigurðsson tók. Spyrnan rataði beint á kollinn á Patrick Pedersen sem náði að stýra boltanum framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Gylfi Þór býr sig undir að gefa fyrir.Vísir/Anton Brink Danski framherjinn fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Það benti ekki margt til þess að Fram myndi ná að jafna leikinn og voru líklegast einhverjir stuðningsmenn Vals byrjaðir að fagna sigri. Leikmenn Fram voru ekki á sama máli en þeir fengu aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateig á 90. mínútu. Fred Saraiva tók spyrnuna sem Þorri Stefán Þorbjörnsson skallaði inn á markteiginn og var það hinn fimmtán ára gamli Viktor Bjarki Daðason sem náði að setja tána í boltann og framhjá Frederik Schram í markinu. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Leikurinn endaði 1-1 og voru Valsmenn afar svekktir að missa unninn leik frá sér á lokamínútunum. Atvik leiksins Fyrsta mark Viktors Daðasonar í efstu deild er atvik leiksins og það á 90. mínútu. Sérstaklega í ljósi þess að leikmaðurinn er fæddur á því herrans ári 2008. Stjörnur og skúrkar Valsmenn höfðu leikið ágætlega, Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson náðu vel saman í leiknum og sköpuðu nokkur ágæt færi fyrir liðsfélagana. Patrick Pedersen gerði mjög vel þegar hann teygði sig í knöttinn og skoraði skallamark á 52. mínútu. Stjarna leiksins var þó hinn ungi Viktor Bjarki Daðason í liði Fram. Jónatan Ingi í baráttunni við Alex Frey Elísson.Vísir/Anton Brink Tryggvi Hrafn Haraldsson nagar sig líklegast í handarbökin að nýta ekki færin sem hann í leiknum. Fékk upplagt marktækifæri um miðbik síðari hálfleiks en hitti boltann afar illa og framhjá fór hann. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson stóð vaktina á leiknum í kvöld. Það var smá hiti undir lok leiks og fóru nokkur gul spjöld á loft, meðal annars á varamannabekk Vals. Þegar á heildina er litið var leikurinn þó án stórra vafaatriða. Vilhjálmur Alvar ræðir við Gylfa Þór.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það var sól og blíða á Hlíðarenda í kvöld og margt um manninn. Stuðningsmannasvæði Vals opnaði kl. 16.30 og var Valsheimilið vel sótt fyrir leik. Framarinn góðkunni, Stefán Pálsson, var með spurningakeppni fyrir gesti og gangandi. Valsmenn náðu að tvinna saman tvo kappleiki og auglýstu „Magnaðan Mánudag“ á samfélagsmiðlum. Fyrri leikurinn var í Bestu deildinni og síðan í kjölfarið hófst Valur – Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Viktor Bjarki: „Manni getur ekki liðið betur“ Viktor Bjarki nýtti tækifærið svo sannarlega í kvöld.Vísir/Anton Brink Hinn ungi Viktor Bjarki Daðason reyndist mikilvægur fyrir Fram í kvöld en hann skoraði jöfnunarmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Manni getur ekki liðið betur, fyrsta markið í efstu deild fyrir uppeldisklúbbinn. Fimmtán ára og koma inn á, bara draumur,“ sagði Viktor skömmu eftir leik. Hann var þó handviss um að hann væri að fara skora þegar hann kom inn á 76. mínútu. „Tilfinningin var alltaf að ég væri að fara að skora. Ég vissi það inn í mér, um leið og fékk kallið þá var ég tilbúinn,“ bætti markaskorarinn við. Fram byrjaði leikinn ágætlega en síðan tóku heimamenn yfir í síðari hálfleik. Viktor var sáttur með að hafa fengið stig úr leiknum. „Í byrjun fyrri hálfleiks þá áttum við leikinn og fengum tvö góð færi. Þeir komust í gang í seinni hálfleik og tóku aðeins yfir leikinn. Við gátum verið þakklátir fyrir stigið.“ Það eru ferskir vindar sem blása um Úlfarsárdalinn um þessar mundir en Rúnar Kristinsson tók við liðinu fyrir þetta tímabil. „Við byrjum svo vel, Rúnar er að koma með flott kerfi og passar okkur og við erum bara að ‚synca‘ vel. Við leggjum mikið á okkur á æfingum og mórallinn er geðveikur,“ sagði Viktor um liðsandann hjá Fram. Besta deild kvenna Valur Fram Tengdar fréttir „Það er mikill efniviður í Fram“ Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. 29. apríl 2024 21:05 „Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. 29. apríl 2024 22:05
Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ungur leikmaður Fram skorar mikilvægt mark fyrir liðið en hinn nítján ára Freyr Sigurðsson tryggði liðinu 1-0 sigur á KR í síðustu umferð. Stjörnum prýtt lið Vals heldur áfram að hiksta og hefur liðið aðeins unnið einn leik þegar fjórar umferðir eru búnar af Bestu deildinni. Það var vel mætt á N1-völlinn í kvöld en Valsmenn blésu til veislu í ljósi tveggja kappleikja félagsins á Hlíðarenda í kvöld. Eins og mátti búast við þá var fimm manna varnarlína Fram föst fyrir og gáfu fá færi á sér. Gylfi Þór á ferð og flugi.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson komst í upplagt marktækifæri á 18. mínútu eftir góðan undirbúning Jónatan Inga Jónssonar. Gylfi kom boltanum framhjá Ólafi Íshólm, markverði Fram, en Tiago Da Silva náði að koma sér fyrir boltann áður en hann myndi enda í netinu. Besta færi Fram í fyrri hálfleik kom á 23. mínútu en Kennie Chopart fékk boltann á vítateigslínunni og skaut lágu skoti í bláhornið sem Frederik Schram sá við. Danski markvörðurinn gerði vel í fyrri hálfleik.Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur fjaraði hægt og rólega út en hvorugt lið náði að skapa sér hættulegar stöður á vellinum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom meira líf í þann síðari. Á 52. mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu sem Gylfi Þór Sigurðsson tók. Spyrnan rataði beint á kollinn á Patrick Pedersen sem náði að stýra boltanum framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Gylfi Þór býr sig undir að gefa fyrir.Vísir/Anton Brink Danski framherjinn fagnar marki sínu.Vísir/Anton Brink Það benti ekki margt til þess að Fram myndi ná að jafna leikinn og voru líklegast einhverjir stuðningsmenn Vals byrjaðir að fagna sigri. Leikmenn Fram voru ekki á sama máli en þeir fengu aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateig á 90. mínútu. Fred Saraiva tók spyrnuna sem Þorri Stefán Þorbjörnsson skallaði inn á markteiginn og var það hinn fimmtán ára gamli Viktor Bjarki Daðason sem náði að setja tána í boltann og framhjá Frederik Schram í markinu. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Leikurinn endaði 1-1 og voru Valsmenn afar svekktir að missa unninn leik frá sér á lokamínútunum. Atvik leiksins Fyrsta mark Viktors Daðasonar í efstu deild er atvik leiksins og það á 90. mínútu. Sérstaklega í ljósi þess að leikmaðurinn er fæddur á því herrans ári 2008. Stjörnur og skúrkar Valsmenn höfðu leikið ágætlega, Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson náðu vel saman í leiknum og sköpuðu nokkur ágæt færi fyrir liðsfélagana. Patrick Pedersen gerði mjög vel þegar hann teygði sig í knöttinn og skoraði skallamark á 52. mínútu. Stjarna leiksins var þó hinn ungi Viktor Bjarki Daðason í liði Fram. Jónatan Ingi í baráttunni við Alex Frey Elísson.Vísir/Anton Brink Tryggvi Hrafn Haraldsson nagar sig líklegast í handarbökin að nýta ekki færin sem hann í leiknum. Fékk upplagt marktækifæri um miðbik síðari hálfleiks en hitti boltann afar illa og framhjá fór hann. Dómarar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson stóð vaktina á leiknum í kvöld. Það var smá hiti undir lok leiks og fóru nokkur gul spjöld á loft, meðal annars á varamannabekk Vals. Þegar á heildina er litið var leikurinn þó án stórra vafaatriða. Vilhjálmur Alvar ræðir við Gylfa Þór.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það var sól og blíða á Hlíðarenda í kvöld og margt um manninn. Stuðningsmannasvæði Vals opnaði kl. 16.30 og var Valsheimilið vel sótt fyrir leik. Framarinn góðkunni, Stefán Pálsson, var með spurningakeppni fyrir gesti og gangandi. Valsmenn náðu að tvinna saman tvo kappleiki og auglýstu „Magnaðan Mánudag“ á samfélagsmiðlum. Fyrri leikurinn var í Bestu deildinni og síðan í kjölfarið hófst Valur – Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Viktor Bjarki: „Manni getur ekki liðið betur“ Viktor Bjarki nýtti tækifærið svo sannarlega í kvöld.Vísir/Anton Brink Hinn ungi Viktor Bjarki Daðason reyndist mikilvægur fyrir Fram í kvöld en hann skoraði jöfnunarmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Manni getur ekki liðið betur, fyrsta markið í efstu deild fyrir uppeldisklúbbinn. Fimmtán ára og koma inn á, bara draumur,“ sagði Viktor skömmu eftir leik. Hann var þó handviss um að hann væri að fara skora þegar hann kom inn á 76. mínútu. „Tilfinningin var alltaf að ég væri að fara að skora. Ég vissi það inn í mér, um leið og fékk kallið þá var ég tilbúinn,“ bætti markaskorarinn við. Fram byrjaði leikinn ágætlega en síðan tóku heimamenn yfir í síðari hálfleik. Viktor var sáttur með að hafa fengið stig úr leiknum. „Í byrjun fyrri hálfleiks þá áttum við leikinn og fengum tvö góð færi. Þeir komust í gang í seinni hálfleik og tóku aðeins yfir leikinn. Við gátum verið þakklátir fyrir stigið.“ Það eru ferskir vindar sem blása um Úlfarsárdalinn um þessar mundir en Rúnar Kristinsson tók við liðinu fyrir þetta tímabil. „Við byrjum svo vel, Rúnar er að koma með flott kerfi og passar okkur og við erum bara að ‚synca‘ vel. Við leggjum mikið á okkur á æfingum og mórallinn er geðveikur,“ sagði Viktor um liðsandann hjá Fram.
Besta deild kvenna Valur Fram Tengdar fréttir „Það er mikill efniviður í Fram“ Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. 29. apríl 2024 21:05 „Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. 29. apríl 2024 22:05
„Það er mikill efniviður í Fram“ Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. 29. apríl 2024 21:05
„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. 29. apríl 2024 22:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti