Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 23:27 „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56