„Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 15:41 Arda Güler í leik með Real Madrid en hann sló í gegn í síðasta leik. Getty/Ion Alcoba Beitia Arda Güler skoraði mikilvægt mark um síðustu helgi þegar hann tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Real Sociedad. Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira