Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 18:28 Nýja stjarnan, til vinstri, hefur verið á bílum lögreglunnar frá 2018 en sú gamla, til hægri, verður áfram á einkennisbúningum lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira