Fögnum unnum sigrum og aðlögumst nýjum tímum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. maí 2024 07:30 Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Átta tíma vinnudagur, stytting vinnuvikunnar, helgarfrí, launað fæðingarorlof, veikindaréttur, orlofsréttur, atvinnuleysistryggingar, lífeyrisréttindi og örorkubætur. Þessi lífsgæði eru ekki sjálfsprottin heldur afrakstur af áratuga langri réttlætisbaráttu íslensku verkalýðshreyfingarinnar; stærsta lýðræðislega umbótaafls á Íslandi. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi vinnandi fólks, göngum við saman fylktu liði til að fagna unnum sigrum en horfum einnig til nýrra áskorana. Opinskátt samtal um áskoranir og aðlögunarhæfni hreyfingarinnar að nýjum tímum gæti skipt sköpum fyrir hagsmuni launafólks. Millitekjufólk þarf sterkari málsvara í okkur öllum Af opinberri umræðu að dæma mætti stundum ætla að meirihluti umbjóðenda verkalýðshreyfingarinnar sé fólk á lágmarkslaunum. Því fer í raun fjarri. Á árinu 2023 voru aðeins 10% launafólks á vinnumarkaði með regluleg heildarlaun undir 524 þús. kr. á mánaðargrundvelli fyrir fullt starf, 50% voru með yfir tæplega 780 þús. kr. á mánaðargrundvelli. Sjá mynd að neðan. Verkalýðshreyfingin í heild sinni mætti tala skýrar á opinberum vettvangi um hagsmuni launafólks í millitekju- og efri millitekjuhópum t.a.m. um fólk með háskólamenntun eða aðra fagmenntun. Umfjöllun um stöðu þeirra er gjarnan mætt með tómlæti á átakavettvangi hreyfingarinnar þó Ísland sé hröðum skrefum að þróast í átt að hámenntuðu samfélagi. 59% starfandi kvenna á aldrinum 25-64 ára hefur lokið háskólamenntun, en nýtur hennar ekki sem skyldi í launum. Viðurkennt er að kynbundinn launamun megi að miklu leyti rekja til kerfisbundins vanmats á menntun kvenna. Varðar það ekki okkur öll? Vanmat menntunar kemur niður á velferð allra Á árunum 2001-2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá fólki með grunnskólamenntun um 30% og um 17% hjá fólki með starfs- og framhaldsmenntun. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekkert hjá fólki með meistaragráðu úr háskóla, sjá mynd að neðan. Stór kynslóð ungs háskólamenntaðs fólks horfir nú fram á hverfandi ávinning af menntun sinni, háa byrði námslána, sligandi húsnæðiskostnað og óverulegan stuðning gegnum millifærslukerfin. Draga mun úr ásókn í háskólamenntun á næstu árum að óbreyttu, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á velferð á Íslandi. Þessa stöðu þurfa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ að taka alvarlega. Hvert stefnir hagkerfið? Á árinu 2022 var Ísland framar öðrum Norðurlöndum þegar kemur að jöfnuði í dreifingu ráðstöfunartekna. Þótt jöfnuður og aukin velferð allra hópa eigi að vera markmið okkar á hverjum tíma þá skiptir máli að velta fyrir sér orsakaþáttunum. Hagvöxtur í landinu byggist á atvinnustefnu sem helst skapar láglaunastörf og tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eflt að því marki að minnihluti þjóðarinnar ber skattkerfið uppi. Hér erum við ekki að tala um ríkasta „eina prósentið“ heldur venjulegt launafólk með millitekjur- og efri millitekjur. Verkalýðshreyfingin þarf að vera mun virkari í samtalinu um sanngirni í skattheimtu og hvers konar atvinnuvegir þjóna okkur best til framtíðar. Svo lífsgæði haldi áfram að batna í sátt við samfélag og náttúru. En hugum að þeim áskorunum síðar. Dagurinn í dag er baráttudagur hinna vinnandi stétta og saman leggjum við áherslu á kröfurnar sem gera verður til lífskjara á Íslandi. Þær kröfur eru ekki einsleitar og hagsmunirnir af ýmsum toga. Eitt sameinar þó launafólk; við tilheyrum ekki ríkasta eina prósentinu og við erum í veikri aðstöðu til að ráða eigin kjörum ein og óstudd. Þess vegna skiptir samstaðan máli. Hingað til og hér eftir. Fram til baráttu! Höfundur er formaður BHM.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun