Mýtan um launin Elsa Nore skrifar 1. maí 2024 09:31 Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rak upp stór augu um daginn, þegar ég las yfirskriftina „Segir lág laun leikskólakennara mýtu” á frétt á Vísi. Sem leikskólakennari varð ég auðvitað að skoða þetta nánar. Í greininni er vitnað í borgarfulltrúa sem í ræðu sinni hélt því fram að byrjunarlaun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg séu 725.179. Þetta var niðurstaða í úttekt sem hún lét gera í febrúar til að bera saman laun leikskólakennara við lögfræðinga og viðskiptafræðinga hjá borginni. Í greininni er svo fullyrt að „borgin yfirbýður hressilega” sem er ekki rétt. Ég sendi tölvupóst á fréttamanninn sem skrifaði greinina en hef ekki fengið nein viðbrögð og greinin ekki leiðrétt. Ég vissi að þetta með launin var ósatt, en ákvað að skoða launaseðilinn minn til öryggis. Launin mín fyrir skatt eru rétt rúmlega 702.000. Og það er fyrir fullt starf sem kennari með næstum því 20 ára starfsreynslu í leikskólum (þar af 15 ár sem kennari). Í kjölfarið sendi ég skilaboð á fulltrúann á facebook og spurði hvort að borgin skuldi mér ekki laun, þar sem ég greinilega hef fengið allt of lítið útborgað til margra ára. Svarið sem ég fékk var að í þessum útreikningum væru heilsuræktarstyrkur (28.000 á ári), sundkort (44.840 á ári), menningarkort (8.130 á ári), Samgöngusamningur (7.500 á mánuði) Ásamt kostnaði við starfsmannamötuneyti (sem ég skil ekki alveg hvað er átt við) Þegar ég benti á að þetta er ansi óheiðarleg framsetning, þar sem fríðindi og styrkir séu varla flokkuð sem laun (enda get ég ekki borgað reikninga með sund- og menningarkorti) var svarið að þetta voru heildarlaun „með öllu því sem innifalið er” og að „þegar við ræðum um laun er yfirleitt teknir saman allir þeir þættir sem eru í heildarlaunum”. Þetta er auðvitað ekki heldur satt. Ég ákvað samt að gera minn eigin útreikning, með því sem kom fram hér að ofan. Menningar- og sundkort og heilsuræktarstyrkur deilt niður á 12 mánuði (6.747,5 kr) og svo byrjunarlaun leikskólakennara með leyfisbréf (60.838 kr) ásamt mánaðarlegum samgöngustyrk (7.500 kr). Það verður 623.085,5 kr. Þá vantar rúmlega 100.000 á mánuði upp í það sem fulltrúinn sagði. Er hún þá að halda því fram að maturinn sem við borðum sé 100.000 króna virði á mánuði? Ég spurði hana, en fékk ekkert svar. Ég innti eftir svari nokkrum dögum seinna og fékk þá einhverjar útskýringar um að „hér er verið að bera saman heildarkjör en ekki eingöngu laun” sem er ekki í samræmi við það sem sagt var í pontu, þar sem hún sjálf talaði um byrjunarlaun þessara stétta. Svo enn vantar 100.000 krónur mánaðarlega milli raunverulegra launa kennara og orða hennar í pontu. Upphæð sem hún virðist ekki vilja eða geta gert grein fyrir. Ég sé ekki betur en að tvennt sé í stöðunni: Fulltrúinn viðurkenni opinberlega að hafa farið með rangt mál og biðjist afsökunar. (Sem er í fínu lagi. Stundum gerir man mistök og þá er bara að leiðrétta og vanda sig betur næst.) Fulltrúinn beitir sér fyrir því að leiðrétta laun kennara afturvirkt. Ef hvorug leiðin er farin er ekki annað hægt en að líta svo á að fulltrúinn sé viljandi, og gegn betri vitund, að fara með rangt mál af einhverjum ástæðum. Í kjölfarið væri áhugavert að vita fjölda kennara sem eru í langtímaveikindum vegna álagstengdra sjúkdóma hjá borginni og hver kostnaðurinn af því er. Kannski væri hægt að spara til lengra tíma með því að fækka börnum á deildum og þannig minnka álag á starfsfólki, sem í framhaldi minnkar líkur á kulnun og flótta úr stéttinni. Væri ekki yndislegt að geta nýtt þekkingu og reynslu kennarana í skólunum í staðinn fyrir að borga þeim veikindalaun? Ekki bara borgin mundi græða á því til lengdar. Heldur fyrst og fremst börnin. Höfundur er leikskólakennari.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun