Allt benti til þess að Knicks myndi vinna leikinn og komast áfram í undanúrslit Austurdeildar NBA, enda var liðið sjö stigum yfir þegar 28,9 sekúndur voru eftir. En þá tók Maxey til sinna ráða.
Hann setti niður þrist, fékk villu að auki og hitti úr vítaskotinu. Hann skoraði svo aðra þriggja stiga körfu, jafnaði og því þurfti að framlengja. Þar reyndist Sixers sterkari og vann sex stiga sigur, 106-112. Staðan í rimmu liðanna er 3-2, Knicks í vil.
TYRESE MAXEY DRILLS THE 3 + THE FOUL !!!
— NBA (@NBA) May 1, 2024
SIXERS CUT THE DEFICIT TO 2 ON TNT
25 SECONDS REMAINING pic.twitter.com/rEEHKWthL0
MAXEY DRILLS ANOTHER 3 AND TIES THE GAME 🤯🤯🤯
— NBA (@NBA) May 1, 2024
GAME 5 IS HEADED TO OVERTIME ON TNT 🍿 https://t.co/EdhU7mHKQB pic.twitter.com/od3bVWXHMH
Maxey var skúrkurinn í öðrum leik liðanna þar sem Knicks átti ótrúlega endurkomu en núna var hann sannarlega hetjan. Hann skoraði 46 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu nítján stig hvor og sá síðarnefndi tók einnig sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði fjörutíu stig fyrir Knicks.
TYRESE MAXEY HITS HIS 7TH TRIPLE FOR 44 PTS 🤯
— NBA (@NBA) May 1, 2024
JOEL EMBIID NOTCHES A TRIPLE-DOUBLE WITH THE ASSIST 💪
2-POINT GAME IN OT | GAME 5 ON TNT 🍿 pic.twitter.com/rymvMofSb2
Milwaukee Bucks forðaðist einnig sumarfrí með sigri á Indiana Pacers, 115-92. Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru fjarri góðu gamni hjá Milwaukee en í þeirra stað stigu Khris Middleton og Bobby Portis upp.
Þeir skoruðu báðir 29 stig og Milwaukee minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Enginn leikmaður Indiana skoraði meira en sextán stig í leiknum.
Khris Middleton and Bobby Portis Jr. put on a show for Milwaukee as the @Bucks win the crucial Game 5 at home!
— NBA (@NBA) May 1, 2024
Middleton: 29 PTS, 12 REB, 5 AST
Portis Jr.: 29 PTS, 10 REB#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/sLfjW9PnuD
Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð með samtals 61 stigi vann Cleveland Cavaliers Orlando Magic, 104-103, á heimavelli. Evan Mobley var hetja Cavs en hann varði skot Franz Wagner á lokasekúndunum.
MOBLEY'S BLOCK... CAVS TAKE 3-2 SERIES LEAD ‼️ https://t.co/iNcJPXaryd pic.twitter.com/cIdSTdfKuv
— NBA (@NBA) May 1, 2024
Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Cleveland og Darius Garland 23. Mobley var með fjórtán stig, þrettán fráköst auk varða skotsins undir lokin. Paolo Banchero átti stórleik fyrir Orlando og skoraði 39 stig.
Donovan Mitchell and Darius Garland took care of business at home as the @cavs take a 3-2 series lead!
— NBA (@NBA) May 1, 2024
Mitchell: 28 PTS, 6 REB | Garland: 23 PTS, 5 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/UOGVTeOzIt