Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2024 10:00 Viktor Bjarki Daðason er yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar fótboltans hér á landi. Hann er aðeins 15 ára gamall og á leið út í atvinnumennskuna í sumar. Vísir/Einar Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira
Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Sjá meira