Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:01 Manchester United eygði veika von um 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en nú er ljóst að það dygði ekki til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dortmund á nú öruggt sæti þar, þó liðið sitji í 5. sæti þýsku deildarinnar. Samsett/Getty Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar.
Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid
Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira