Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 10:30 Hjónin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau sæta ofsóknum, hafa lagt allt sitt í búðina og telja lögregluna draga lappirnar við rannsókn málsins. vísir/vilhelm Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira