Bach býðst til að synda sjálfur í Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 12:40 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, með Brittu Heidemann, sem er meðlimur í nefndinni. Getty/Deepbluemedia Ólympíuleikarnir fara fram í París í sumar og nokkrar af íþróttagreinunum á leikunum eiga að fara fram í ánni Signu sem rennur í gegnum borgina. Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
Ein af þeim er þríþrautarkeppnin þar sem okkar Guðlaug Edda Hannesdóttir verður vonandi meðal keppenda. Það hafa aftur á móti verið uppi áhyggjur af því hversu hreint vatnið í Signu sé í raun og veru. Frakkar hafa lagt mikla vinnu og pening í að hreinsa ánna síðustu ár en einhverjar mælingar sína að það hafi ekki tekist alveg nógu vel. Le président du CIO Thomas Bach est prêt à nager dans la Seine avant les Jeux: "J'espère que ce ne sera pas trop froid" https://t.co/CQSqUPhhkL pic.twitter.com/qcVmeFFgJa— Les Sports + (@lessportsplus) May 4, 2024 Thomas Bach, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, og stjórnmálamenn í Frakklandi keppast hins vegar við það að fullvissa alla um að áin sé hrein og hættulaus. Hinn sjötugi Bach gekk svo langt að bjóðast til að sýna þetta með því að synda sjálfur í ánni Signu. „Ég hef ekki fengið boð um það enn en ég myndi elska það að koma og synda í ánni. Ég vona að hún sé ekki of köld,“ sagði Thomas Bach á blaðamannafundi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að synda í ánni ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands og fleiri háttsettum í Ólympíuhreyfingunni til að sýna það og sanna að öllu íþróttafólkinu sé óhætt að synda í Signu. Gæði vatnsins í ánni hefur tekið stórtækum framförum á síðustu misserum eftir mikið hreinsunarstarf í tilefni af Ólympíuleikunum. Signa verður vissulega miðpunktur leikanna en setningarhátíðin fer meðal annars fram á ánni og verður því afar sérstök og óvenjuleg. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí næstkomandi. Áin á líka að haldast hrein áfram því frá og með árinu 2025 þá má almenningur synda í Signu á ákveðnum stöðum. Það hefur verið bannað frá árinu 1923. Thomas Bach will in der Seine baden gehen https://t.co/pLMbcoUz0B pic.twitter.com/feV2AGrY8j— Sportschau Sportnews (@Sportschau_News) May 4, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira