„Höfum spilað vel án Arons áður“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:18 Sigursteinn Arndal gat leyft sér að brosa á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. „Við náðum strax upp sterkri vörn og þar fyrir aftan var Daníel Freyr frábær. Það gefur okkur færi á hraðaupphlaupsmörkum sem skila forskoti og sjálfstrausti í liðið. Liðsheildin var frábær og margir sem lögðu hönd á plóg við að halda varnarleiknum svona góðum,“ sagði Sigursteinn. „Það varð strax ljóst eftir leikinn í Eyjum að Aron yrði ekki með í þessum leik og við undirbjuggum okkur undir það milli leikja. Við höfum spilað áður vel án Arons bæði í vetur og á síðustu tímabilum og við vissum það vel að við erum með gott lið án hans,“ sagði hann um undirbúninginn. „Ásbjörn Friðriksson tók aukna ábyrgð á herðar sínar í fjarveru Arons og gerði það frábærlega. Við vitum öll hvers megnugur Ási er og hann sýndi það í þessum leik. Ég vil þó ítreka það að þetta var sigru liðsheildarinnar fyrst og fremst,“ sagði þjálfarinn hreykinn. „Það er ólýsanlegt fyrir mig að spila í jafn mikilli stemmingu og var hér í Kaplakrika í kvöld. Sú vinna sem sjálfboðaliðar sinntu alla vikuna og bara viku eftir viku til þess að skapa svona geggjaða umgjörð er algjörlega ómetanleg. Nú tekur við smá pása og það eru bara kostir og gallar við það. Við vissum af þessu þegar tímabilið hófst að þetta yrði svona og þetta er bara staðan. Fram undan er bara að búa okkur eins vel og nokkur möguleiki er fyrir úrslitaeinvígið,“ segir Sigursteinn um stemminguna í kvöld og framhaldið. Olís-deild karla FH Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Við náðum strax upp sterkri vörn og þar fyrir aftan var Daníel Freyr frábær. Það gefur okkur færi á hraðaupphlaupsmörkum sem skila forskoti og sjálfstrausti í liðið. Liðsheildin var frábær og margir sem lögðu hönd á plóg við að halda varnarleiknum svona góðum,“ sagði Sigursteinn. „Það varð strax ljóst eftir leikinn í Eyjum að Aron yrði ekki með í þessum leik og við undirbjuggum okkur undir það milli leikja. Við höfum spilað áður vel án Arons bæði í vetur og á síðustu tímabilum og við vissum það vel að við erum með gott lið án hans,“ sagði hann um undirbúninginn. „Ásbjörn Friðriksson tók aukna ábyrgð á herðar sínar í fjarveru Arons og gerði það frábærlega. Við vitum öll hvers megnugur Ási er og hann sýndi það í þessum leik. Ég vil þó ítreka það að þetta var sigru liðsheildarinnar fyrst og fremst,“ sagði þjálfarinn hreykinn. „Það er ólýsanlegt fyrir mig að spila í jafn mikilli stemmingu og var hér í Kaplakrika í kvöld. Sú vinna sem sjálfboðaliðar sinntu alla vikuna og bara viku eftir viku til þess að skapa svona geggjaða umgjörð er algjörlega ómetanleg. Nú tekur við smá pása og það eru bara kostir og gallar við það. Við vissum af þessu þegar tímabilið hófst að þetta yrði svona og þetta er bara staðan. Fram undan er bara að búa okkur eins vel og nokkur möguleiki er fyrir úrslitaeinvígið,“ segir Sigursteinn um stemminguna í kvöld og framhaldið.
Olís-deild karla FH Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira