Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 09:53 Elín Hirst og fleiri aðstandendur íbúa Sóltúns hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar framkvæmdir muni valda íbúum miklum óþægindum Vísir Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira