Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 10:31 Andrey Rublev smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn á Madrid Open. Getty/Clive Brunskill Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira