Vann mótið fárveikur og fór á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 10:31 Andrey Rublev smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn á Madrid Open. Getty/Clive Brunskill Rússinn Andrey Rublev varð svo að segja að fagna sigrinum á sjúkrahúsi eftir að hafa unnið Madrid Open mótið í tennis í gær, eftir að hafa glímt við veikindi í marga daga. Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð. Tennis Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Rublev, sem er 26 ára, vann Felix Auger-Aliassime í tæplega þriggja klukkutíma löngum úrslitaleik í gær; 4-6, 7-5, 7-5, en tilkynnti svo eftir sigurinn að hann væri á leiðinni aftur á sjúkrahús. Rublev hefur nefnilega verið að glíma við veikindi en talið er að hann sé með veirusýkingu. Þá þurfti hann deyfingu vegna mikilla verkja í fæti. Andrey Rublev’s emotional reaction as he wins his 2nd Masters title in Madrid. He falls to the floor and covers his face. This man is just someone you want to see succeed. From struggling to playing some of his best tennis. Resilience. 🥹 pic.twitter.com/awkwjm45lK— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) May 5, 2024 „Ég er enn veikur og á morgun fer ég aftur á sjúkrahúsið til að fá fulla skoðun og komast að því hvað nákvæmlega er í gangi,“ sagði Rublev á blaðamannafundi. „Ég er búinn að vera lasinn í átta eða níu daga núna. Þetta er ekki eðlilegt og mér líður bara ekkert betur, sem er sérstakt því að venjulega er ég bara veikur í 2-3 daga í mesta lagi og fæ kannski hita, en ekkert meira en það. Mér hefur aldrei á ævinni liðið svona illa,“ sagði Rublev sem eins og fyrr segir var líka að drepast í fætinum. „Þeir settu deyfingu í fingurinn fyrir fótinn því að einhvern veginn bólgnaði hann og varð stærri, og það setti þrýsting á beinið og ég get ekki einu sinni farið í skóinn minn. Þetta er svipað og ef að fóturinn hefði brotnað, svo ég fékk deyfingu og gat þá alla vega spilað án þess að hugsa um þetta,“ sagði Rublev. Rublev kom inn í mótið sem sjöundi sterkasti keppandinn en hann vann meðal annars Spánverjann Carlos Alcaraz í átta manna úrslitum, 4-6, 6-3, 6-2. Alcaraz átti titil að verja eftir að hafa unnið mótið tvö ár í röð.
Tennis Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira