Á að banna TikTok? Óttar Birgisson skrifar 6. maí 2024 12:01 Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar