Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 14:03 Mörgum var heitt í hamsi eftir leikinn í Keflavík. vísir/hulda margrét Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira