Stöð 2 Sport
Klukkan 18.45 er viðureign Vals og Njarðvíkur í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
Að leik loknum – klukkan 21.10 – er Körfuboltakvöld á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir leik PSG og Bortussia Dortmund.
Vodafone Sport
Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir stórleik kvöldsins á Parc des Princes-vellinum í París. Klukkan 19.00 hefst svo leikur PSG og Dortmund. Staðan í einvíginu er 1-0 Dortmund í vil.
Klukkan 23.00 er leikur Red Sox og Braves í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.