Brunson í fámennan klúbb og Knicks veittu fyrsta höggið Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 07:30 Andrew Nembhard reynir að komast framhjá vörn Donte DiVincenzo á meðan að Jalen Brunson kemst áfram með boltann en hann skoraði 43 stig í gærkvöld. AP/Frank Franklin II New York Knicks höfðu betur í fyrsta leik gegn Indiana Pacers í gærkvöld, 121-117, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Minnesota Timberwolves eru komnir í 2-0 gegn Denver Nuggets eftir 106-80 sigur í undanúrslitum vesturdeildar. Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Jalen Brunson hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og hann hélt því áfram í gær þegar hann skoraði 43 stig í sigri Knicks. Hann hefur þar með náð 40 stigum í síðustu fjórum leikjum liðsins í röð. Brunson er aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær fjórum 40 stiga leikjum í röð í úrslitakeppni, á eftir Jerry West, Bernard King og Michael Jordan. „Ég hugsa ekkert með mér að ég verði að skora 40,“ sagði Brunson eftir leik. „Þannig hugsa ég þetta alls ekki. Ég vil bara vera árásargjarn og búa eitthvað til fyrir mig og aðra,“ bætti hann við. ANOTHER JALEN BRUNSON 40-PIECE 🪣DONTE WITH A CLUTCH THREE FOR NEW YORK 🎯 pic.twitter.com/ajRKB9YhoS— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Þjálfarinn Tom Thibodeau tók í sama streng: „Það sem ég elska við hann er að þetta snýst allt um liðið. Það eina sem skiptir hann máli er að vinna. Og honum er annt um liðsfélagana. Hvað sem okkur vantar þá græjar hann það. Ég gæti sagt það sama um alla hina,“ sagði Thibodeau. Indiana komst níu stigum yfir í fjórða leikhluta en heimamenn bættu úr því og skoraði Donte DiVincenzo 21 af 25 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Josh Hart skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. DiVincenzo skoraði meðal annars þrist og kom Knicks í 118-115 þegar 40 sekúndur voru eftir. Hann fiskaði einnig umdeilda villu á Myles Turner þegar Indiana hefði getað komist yfir, tæpum 13 sekúndum fyrir leikslok. "We're not expecting to get calls in here. It would be nice if they laid off that one but they didn't. That's just the way it goes." Pacers HC Rick Carlisle on Myles Turner's moving screen in the 4th quarter of Game 1 pic.twitter.com/oiXwHT7cxs— NBA TV (@NBATV) May 7, 2024 Spennan var minni þegar Minnesota Timberwolves unnu öruggan 106-80 sigur á Denver Nuggets, þrátt fyrir að vera án Rudy Gobert sem vildi vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Gobert hefur þrisvar verið valinn varnarmaður ársins en þrátt fyrir að hann vantaði tókst Denver aðeins að skora 80 stig. Karl-Anthony Towns skoraði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota, og Anthony Edwards önnur 27 fyrir gestina. Einvígið heldur áfram á föstudag en vinna þarf fjóra leiki.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira