„Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Frosti Logason ræðir síðustu tvö ár í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08
Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30