„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 7. maí 2024 15:22 Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“ Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00