Þetta varð ljóst rétt í þessu, þegar tilkynnt var um hvaða lönd tíu komust áfram í úrslitakeppni Eurovision, sem fer fram á laugardagskvöldið.
Þau lönd sem komust áfram að þessu sinni eru:
- Serbía
- Portúgal
- Slóvenía
- Úkraína
- Litháen
- Finnland
- Kýpur
- Króatía
- Írland
- Lúxemborg
Ljóst var fyrr í dag að líkurnar á að Hera kæmist áfram væru ansi dræmar, þær hefðu farið úr nítján prósent í tíu prósent. Næstminnstra líkur væru á að Moldóva kæmist áfram, eða nítján prósent.
Fylgst var með gangi mála í vaktinni á Vísi í kvöld, en hana má sjá hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.