„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 10:01 Kylian Mbappe sést hér eftir að Paris Saint-Germain tapaði á móti Borussia Dortmund í gærkvöldi. AP/Lewis Joly Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira