Að læra nýtt tungumál og sýna þolinmæði Valerio Gargiulo skrifar 8. maí 2024 10:01 Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi. Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku. En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku? Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku. Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku. Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar