Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 11:00 Anthony Edwards hefur farið fyrir liði Minnesota Timberwolves sem er að gera frábæra hluti í úrslitakeppni NBA í ár. Getty/Matthew Stockman Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum