Gobert hefur farið á kostum í vörninni í miðherjastöðunni hjá Minnesota Timberwolves en hann vann einnig þessi verðlaun 2018, 2019 og 2021 þegar hann var leikmaður Utah Jazz.
RUDY GOBERT:
— Minnesota Timberwolves (@Timberwolves) May 7, 2024
4x DEFENSIVE PLAYER OF THE YEAR pic.twitter.com/UwnPhxzYeP
Aðeins tveir aðrir í NBA sögunni hafa náð að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum en það eru þeir Dikembe Mutombo og Ben Wallace.
Timberwolves var tölfræðilega með bestu vörn deildarinnar og Gobert var með 2,1 varið skot og 9,2 varnarfráköst að meðaltali í leik.
Gobert fékk yfirburðarkosningu en hann fékk 72 atkvæði í fyrsta sætið og alls 4.333 stig. Næstur honum kom nýliðinn Victor Wembanyama með 19 atkvæði í fyrsta sætið og alls 245 stig.
Either way it’s a W for France 🇫🇷 I had Wemby winning but I love to see Gobert win another ! I like to see history being made and greatness being achieved ! I lost DPOY one year to someone that was 3rd team all defense while I was first 🤔 now that’s a real snub 😂 but point is… pic.twitter.com/fWBM3Ok3FE
— Dwight Howard (@DwightHoward) May 8, 2024