Björn Leví segir Harald hafa fundið skálkaskjól í orðum Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 16:45 Björn Leví spurði Bjarna hvernig honum liði, með að hafa átt stóran þátt í máli með að blessa gjafagjörning Haraldar Johnnessen? vísir Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu spurði Björn Leví Gunnarsson Pírati Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvernig honum liði með að bera óbeint ábyrgð á gjafagjörningi Haraldar Johannessen fyrrverandi ríkislögreglustjóra. Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Björn Leví sagði að orðum fylgdu afleiðingar, sérstaklega ráðherra sem væri valdamesta fólk landsins. Og því til staðfestingar las hann upp úr dómi Hæstaréttar í máli gegn Haraldi Johannessen sem hækkaði lífeyrisréttindi lítils hóps, fjögurra einstaklinga sem tilheyrðu innsta kjarna ríkislögreglustjóra, um 55 prósent án þess að hafa til þess heimild. Hann hafi þar meðal annars brotið gegn jafnræði. Hvernig líður Bjarna með að hafa blessað gjörninginn? Margir hafa furðað sig á niðurstöðunni en dómurinn telur að af því að þessi hópur vissi ekki að Haraldur var án heimildar væri ekki hægt að ganga á eftir þeim réttindum sem þeim hafi verið úthlutað. Ríkissjóður situr uppi með skaðann sem hleypur á hundruðum milljóna. Björn sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu í dag að í dómnum væri meðal annars reifuð orð Bjarna, sem þá var fjármálaráðherra. Þar sem hann hafði um þennan gjörning miklu fleiri orð en svo kom fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins. En að sögn Björns Levís telja dómarar að svör Bjarna hafi skipt máli. Og Björn spurði: Hvernig líður Bjarna „með að hafa átt stóran hlut í máli með að blessa gjörninginn?“ Orðin slík þvæla að Bjarni getur ekki tekið þessu alvarlega Ljóst var að Bjarna var ami af þessari fyrirspurn Píratans. Og hann reyndi ekki að leyna því. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst langt seilst í þessari fyrirspurn,“ sagði Bjarni. Að orðaskipti sem ættu sér stað í óundirbúnum fyrirspurnum lægju til grundvallar en ekki það sem fram kæmi í skriflegu svari. „Þetta er orðin slík þvæla að ég get ekki tekið þessu alvarlega. Hins vegar er það mjög til umhugsunar þegar menn fara út fyrir valdheimildir sínar, í valdþurrð, að taka ákvarðanir en að þær eigi engu að síður að standa. En við sitjum uppi með þá niðurstöðu æðsta dómsstóls landsins og verðum að lifa með því.“ Björn Leví ítrekaði fyrirspurn sína, sagði orð ráðherra vega þungt. Og að ekki væri samræmi milli ummæla Bjarna og skriflegs svars. Og maður velti fyrir sér hverjar afleiðingar þessarar „röngu stuðningsyfirlýsingar fjármálaráðherra“ ættu að vera? Bjarni ítrekaði að hann væri ekki með neinar yfirlýsingar þar sem rakið væri hver afstaða fjármálaráðuneytisins væri. Og það að þau orðaskipti eigi að liggja til grundvallar finnist honum algjörlega út í hött.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Alþingi Ráðning ríkislögreglustjóra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira