„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2024 09:31 Hlaupaskórnir sem Mari Järsk klæddist í þegar hún sló Íslandsmet í bakgarðshlaupinu eru nú á uppboði. Vísir/Einar Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“ Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“
Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira