Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2024 13:30 Jón Steinar er einn þeirra sem hefur tekið til máls með afgerandi hætti í málinu en hann segir gríðarlega spillingu einkenna málið allt. Dóra Björt segir málið aðeins flóknara. vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. Dóra Björt hefur kallað eftir óháðri úttekt á lóðasamningum Reykjavíkurborgar við olíufélögin svo greiða megi úr þeirri upplýsingaflækju sem hún segir nú einkenna málið allt. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem hún birti á Vísi nú fyrir stundu. Rétt er sem Dóra Björt segir, lóðir olíufélaganna, sem þau fengu afhentar frá borginni, er afar flókið mál og ekki hjálpar til að staða fjölmiðla blandast þar inn í og verklag inni á Ríkisútvarpinu. Stóru orðin eru hvergi spöruð. Afdrifarík umfjöllun María Sigrún Hilmisdóttir fréttamaður greindi frá því í samtali við Vísi að úttekt hennar á málinu hafi verið hafnað af þeim Heiðari Erni Sigurfinnssyni fréttastjóra fréttastofunnar og Ingólfi Bjarna Sigfússyni ritstjóra Kveiks. Og henni vikið úr Kveik í kjölfarið með þeim orðum að hún væri góð í að lesa fréttir en kannski ekki efni í rannsóknarblaðamann. Heiðar Örn, sem í samtali við Vísi segist ekki geta tjáð sig um starfsmannamál segir þó að engin annarleg sjónarmið hafi búið að baki því að innslag sem sýna átti í fréttaskýringaþættinum Kveik hafi verið tekið af dagskrá. Strax þarna fór miklum sögum af afhjúpun, sukk og svínaríi hjá borgarstjórnarmeirihlutanum og samsæriskenningar viðraðar þess efnis að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi hlutast til um málið, enda hafi hann á þeim tíma verið hátt settur innan borgarbatterísins og þjónað sem staðgengill borgarstjóra. Gríðarleg spilling undirliggjandi Innslag Maríu Sigrúnar var síðan sýnt í Kastljósi og það varð til þess að helstu gagnrýnendur borgarstjórnarmeirihlutans töldu borgarbúa hafa verið hlunnfarna um milljarða í þessum viðskiptum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður mætti í útvarpsviðtal í Reykjavík síðdegis þar sem hann talaði um að þarna væri um að ræða gríðarlega spillingu að ræða. Dagur B. Eggertsson skrifaði hins vegar ítarlegt svar við umfjölluninni, sem hann birti á Facebook-síðu sinni og sagði umfjöllunina óheiðarlega og setta fram gegn betri vitund fréttamannsins. Sem eru býsna alvarlegar athugasemdir. Hann velti því fyrir sér hvort þetta væri gott sjónvarp en þetta væri ekki merkileg fréttamennska. Hann sagði fréttamennskuna byggða á eftiráspeki þeirra í minnihlutanum, bergmálaði afstöðu þeirra en Kastjós ætti ekki að vera Staksteinar. Reginhneyksli að vilja þagga niður umfjöllun Það má svo nefna að Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en þeir eru sérlega reiðir vegna málsins, blandar sér í það og talar um ofsafengin viðbrögð Dags og stuðningsmanna meirihlutans í borginni yfir „umfjöllun fyrrverandi blaðamanns Kveiks um úthlutun gæða til olíufélaga eru mjög sérstök. Eignir og almannafé á ekki að láta af hendi nema gegn endurgjaldi eða á grundvelli almannahagsmuna.“ Brynjar Níelsson stígur fram og óvænt telur hann það reginhneyksli að ráðast með þessum hætti að fjölmiðlum.vísir Brynjar segir því eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um hvort svo hafi verið í þessum tilvikum og spyrji spurninga enda um háar fjárhæðir að ræða. „Að reyna að þagga þessa umfjöllun niður, eins og yfirstjórn RÚV og meirihlutinn í borginni ætlaði að gera, er auðvitað reginhneyksli. Í þessu máli, eins og í forsetakosningum, er auðmýktin og sannleikurinn lykilatriði. Málefnaleg gagnrýni á umfjölluna hefði verið betri en skítkast á blaðamanninn og Moggann, sem einhverra hluta vegna fær alltaf að fylgja með í mestu reiðiköstunum. Munur á að mega og eiga Dóra Björt segir í grein sinni að hún hafi beinlínis verið vöruð við að taka til máls, það væri ekki klókt pólitískt. En hún segist ekki geta setið þegjandi hjá þegar slík rangindi eru borin á borð. „Sjálf byggði ég mína afstöðu á eins góðri ígrundun og mér var unnt miðað við þær upplýsingar sem ég hafði. Ég held að ég hafi komist að sanngjarnri niðurstöðu þegar meta þurfti ólík sjónarmið í flóknu máli en ég eins og aðrir er manneskja af holdi og blóði og get gert mistök. Einungis með óháðri úttekt er hægt að fá hið rétta fram, ólitað af pólitísku litrófi þeirra sem að komu, og þannig er vonandi hægt að styrkja traust á okkar ferlum, stjórnsýslu og utanumhaldi um eignir almennings. Og einmitt það á almenningur sannarlega skilið.“ Og Dóra spyr, hvers vegna tók borgin ekki einfaldlega til sín lóðirnar aftur? Spurning sem borgarbúar spyrja sig nú. Hún nefnir sex atriði sem skiptu máli í því samhengi. Einn punkturinn er þessi: „Velta má svo fyrir sér afleiðingum þess að auka takmörkun á framlengingu lóðaleigu fyrir fólk, fyrirtæki og möguleika á að nýta fasteignir sem veð sem dæmi - en undir flestum fasteignum hvíla lóðaleigusamningar. Það er munur á að mega og eiga. Við þurfum alltaf að hafa í huga samfélagslegar afleiðingar stjórnvaldsákvarðanna.“ Reykjavík Skipulag Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Dóra Björt hefur kallað eftir óháðri úttekt á lóðasamningum Reykjavíkurborgar við olíufélögin svo greiða megi úr þeirri upplýsingaflækju sem hún segir nú einkenna málið allt. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem hún birti á Vísi nú fyrir stundu. Rétt er sem Dóra Björt segir, lóðir olíufélaganna, sem þau fengu afhentar frá borginni, er afar flókið mál og ekki hjálpar til að staða fjölmiðla blandast þar inn í og verklag inni á Ríkisútvarpinu. Stóru orðin eru hvergi spöruð. Afdrifarík umfjöllun María Sigrún Hilmisdóttir fréttamaður greindi frá því í samtali við Vísi að úttekt hennar á málinu hafi verið hafnað af þeim Heiðari Erni Sigurfinnssyni fréttastjóra fréttastofunnar og Ingólfi Bjarna Sigfússyni ritstjóra Kveiks. Og henni vikið úr Kveik í kjölfarið með þeim orðum að hún væri góð í að lesa fréttir en kannski ekki efni í rannsóknarblaðamann. Heiðar Örn, sem í samtali við Vísi segist ekki geta tjáð sig um starfsmannamál segir þó að engin annarleg sjónarmið hafi búið að baki því að innslag sem sýna átti í fréttaskýringaþættinum Kveik hafi verið tekið af dagskrá. Strax þarna fór miklum sögum af afhjúpun, sukk og svínaríi hjá borgarstjórnarmeirihlutanum og samsæriskenningar viðraðar þess efnis að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi hlutast til um málið, enda hafi hann á þeim tíma verið hátt settur innan borgarbatterísins og þjónað sem staðgengill borgarstjóra. Gríðarleg spilling undirliggjandi Innslag Maríu Sigrúnar var síðan sýnt í Kastljósi og það varð til þess að helstu gagnrýnendur borgarstjórnarmeirihlutans töldu borgarbúa hafa verið hlunnfarna um milljarða í þessum viðskiptum. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður mætti í útvarpsviðtal í Reykjavík síðdegis þar sem hann talaði um að þarna væri um að ræða gríðarlega spillingu að ræða. Dagur B. Eggertsson skrifaði hins vegar ítarlegt svar við umfjölluninni, sem hann birti á Facebook-síðu sinni og sagði umfjöllunina óheiðarlega og setta fram gegn betri vitund fréttamannsins. Sem eru býsna alvarlegar athugasemdir. Hann velti því fyrir sér hvort þetta væri gott sjónvarp en þetta væri ekki merkileg fréttamennska. Hann sagði fréttamennskuna byggða á eftiráspeki þeirra í minnihlutanum, bergmálaði afstöðu þeirra en Kastjós ætti ekki að vera Staksteinar. Reginhneyksli að vilja þagga niður umfjöllun Það má svo nefna að Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en þeir eru sérlega reiðir vegna málsins, blandar sér í það og talar um ofsafengin viðbrögð Dags og stuðningsmanna meirihlutans í borginni yfir „umfjöllun fyrrverandi blaðamanns Kveiks um úthlutun gæða til olíufélaga eru mjög sérstök. Eignir og almannafé á ekki að láta af hendi nema gegn endurgjaldi eða á grundvelli almannahagsmuna.“ Brynjar Níelsson stígur fram og óvænt telur hann það reginhneyksli að ráðast með þessum hætti að fjölmiðlum.vísir Brynjar segir því eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um hvort svo hafi verið í þessum tilvikum og spyrji spurninga enda um háar fjárhæðir að ræða. „Að reyna að þagga þessa umfjöllun niður, eins og yfirstjórn RÚV og meirihlutinn í borginni ætlaði að gera, er auðvitað reginhneyksli. Í þessu máli, eins og í forsetakosningum, er auðmýktin og sannleikurinn lykilatriði. Málefnaleg gagnrýni á umfjölluna hefði verið betri en skítkast á blaðamanninn og Moggann, sem einhverra hluta vegna fær alltaf að fylgja með í mestu reiðiköstunum. Munur á að mega og eiga Dóra Björt segir í grein sinni að hún hafi beinlínis verið vöruð við að taka til máls, það væri ekki klókt pólitískt. En hún segist ekki geta setið þegjandi hjá þegar slík rangindi eru borin á borð. „Sjálf byggði ég mína afstöðu á eins góðri ígrundun og mér var unnt miðað við þær upplýsingar sem ég hafði. Ég held að ég hafi komist að sanngjarnri niðurstöðu þegar meta þurfti ólík sjónarmið í flóknu máli en ég eins og aðrir er manneskja af holdi og blóði og get gert mistök. Einungis með óháðri úttekt er hægt að fá hið rétta fram, ólitað af pólitísku litrófi þeirra sem að komu, og þannig er vonandi hægt að styrkja traust á okkar ferlum, stjórnsýslu og utanumhaldi um eignir almennings. Og einmitt það á almenningur sannarlega skilið.“ Og Dóra spyr, hvers vegna tók borgin ekki einfaldlega til sín lóðirnar aftur? Spurning sem borgarbúar spyrja sig nú. Hún nefnir sex atriði sem skiptu máli í því samhengi. Einn punkturinn er þessi: „Velta má svo fyrir sér afleiðingum þess að auka takmörkun á framlengingu lóðaleigu fyrir fólk, fyrirtæki og möguleika á að nýta fasteignir sem veð sem dæmi - en undir flestum fasteignum hvíla lóðaleigusamningar. Það er munur á að mega og eiga. Við þurfum alltaf að hafa í huga samfélagslegar afleiðingar stjórnvaldsákvarðanna.“
Reykjavík Skipulag Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira