Uppgjör: Haukar - Valur 22-30 | Meistararnir í 2-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2024 17:15 Frá leik Vals og ÍBV í undanúrslitum deildarinnar á dögunum Vísir/Pawel Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki. Gestirnir tóku frumkvæðið strax í byrjun og komust í tveggja marka forystu. Haukakonur náðu þó að jafna leikinn, staðan 2-2, en þá fór Valsliðið á skrið og komst mest í sex marka forystu í fyrri hálfleiknum í stöðunni 4-10. Á þessum kafla skoruðu Haukar ekki mark í 14 mínútur. Haukaliðið náði þó að bíta aðeins frá sér á lokakafla fyrri hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk á meðan Valsliðið náði ekki að skora mark síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiksins. Staðan 6-10 í hálfleik, þar sem bæði lið voru með slaka skotnýtingu, Valur 34,5 prósent nýtingu og Haukar 33,3 prósent nýtingu. Haukar töpuðu boltanum þó mun oftar eða átta sinnum, sem útskýrir þann mun sem var á liðunum í hálfleik. Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik, þá var allt annað upp á teningnum í þeim síðari, en 36 mörk voru skoruð í þeim hálfleik. Valskonur gjörsamlega keyrðu yfir Haukaliðið í upphafi síðari hálfleiks og virtust heimakonur einfaldlega ekki vera mættar til leiks eftir hálfleikinn. Staðan 6-14 eftir sex mínútur í síðari hálfleik. Haukar tóku þá leikhlé, sem breytti þó gangi leiksins lítið. Liðinu tókst þó smátt og smátt að koma boltanum í markið en á sama tíma hélt Valsliðið uppteknum hætti. Úrslitin voru því ráðin strax í upphafi síðari hálfleiks. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 22-30 fyrir Val. Atvik leiksins Ekki er um beint atvik að ræða, heldur tímabil í leiknum. Það eru þær 14 mínútur sem Haukaliðinu tókst ekki að skora í leiknum. Ef þú skorar ekki í 14 mínútur í handboltaleik þá getur þú ekki unnið. Stjörnur og skúrkar Varnarleikur Vals var upp á tíu í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Thea Imani Sturludóttir voru þar fremstar í flokki. Thea Imani endaði einnig markahæst í Valsliðinu, ásamt stöllu sinni Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttir, en þær skoruðu sjö mörk hvor. Útileikmennirnir þrír, Elín Klara Þorkelsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sara Odden, sem Haukar stóla hvað mest á í sínum sóknarleik, brugðust þegar allt var komið í hnút sóknarlega í leiknum. Haukaliðið var í heildina með 15 tapaða bolta, þar af voru þær þrjár með 12 tapaða bolta samanlagt. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, reyndustu dómarar landsins, stóðu sig með prýði í kvöld og ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Stemning og umgjörð Umgjörðin hjá Haukum á Ásvöllum er ávallt til fyrirmyndar. Ágætis mæting var á leikinn hjá stuðningsmönnum beggja liða. Baldur bongó lét sig ekki vanta hjá Valsmönnum og ómaði trommusláttur hans allan leikinn. Viðtöl Stefán Arnarson: „Það má ekki gleyma því að þetta eru sjö landsliðsmenn, níu með þjálfaranum“ „Mér finnst við bara ekki mæta klárar í leikinn. Ég tek það bara á mig. En á móti kemur þá hef ég verið í mörgum úrslitaeinvígjum, stundum sveiflast frá því að vera eitt mark upp í tíu mörk. Valur kom bara vel undirbúið og gerði þetta vel, þær voru bara betri á öllum sviðum,“ sagði Stefán Arnarson, annar þjálfara Hauka, eftir leik. Stefán og hans teymi tók leikhlé eftir aðeins örfáar mínútur í seinni hálfleik. „Við ræðum í hálfleik hvað við ætlum að gera betur í seinni hálfleik, en við fáum þrjú mörk á okkur á tveimur mínútum í byrjun seinni hálfleiks og þurfti því hugsanlega að taka leikhlé. Ég veit ekkert hvort það var rétt, en heilt yfir var Valur bara miklu betri,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Það má ekki gleyma því að þetta eru sjö landsliðsmenn, níu með þjálfaranum. Við erum með einn. Það skiptir samt ekki öllu máli. Við eigum að geta gert betur, en þegar Valsliðið er í svona ham þá er erfitt að eiga við þær.“ Haukaliðið reyndi ýmislegt í sinni taktík til þess að komast inn í leikinn en ekkert gekk. Liðið prófaði þó ekki að spila sjö á sex sóknarlega í leiknum. Aðspurður hvort það hafi komið til greina, þá var svar Stefáns á þennan veg. „Nei. Í fyrsta lagi þá var eiginlega allt að hjá okkur og allt sem við prófuðum gekk illa. Við prófuðum að fara í 5-1 vörn, hún gekk ekki, og við fórum í 4-2. Svo þegar við fengum færi í sókninni þá var Hafdís að verja frá okkur. Þannig að hugsanlega hefði verið hægt að gera eitthvað annað, en því miður allt sem við reyndum gekk ekki.“ „Við erum í þessu einvígi til að vinna, en við vissum alltaf að möguleikar Valsmanna væru meiri. Við spiluðum fyrsta leikinn mjög vel og hefðum átt að vinna hann. Við spiluðum illa í dag og svo kemur í ljós hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Valur
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki. Gestirnir tóku frumkvæðið strax í byrjun og komust í tveggja marka forystu. Haukakonur náðu þó að jafna leikinn, staðan 2-2, en þá fór Valsliðið á skrið og komst mest í sex marka forystu í fyrri hálfleiknum í stöðunni 4-10. Á þessum kafla skoruðu Haukar ekki mark í 14 mínútur. Haukaliðið náði þó að bíta aðeins frá sér á lokakafla fyrri hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk á meðan Valsliðið náði ekki að skora mark síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiksins. Staðan 6-10 í hálfleik, þar sem bæði lið voru með slaka skotnýtingu, Valur 34,5 prósent nýtingu og Haukar 33,3 prósent nýtingu. Haukar töpuðu boltanum þó mun oftar eða átta sinnum, sem útskýrir þann mun sem var á liðunum í hálfleik. Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik, þá var allt annað upp á teningnum í þeim síðari, en 36 mörk voru skoruð í þeim hálfleik. Valskonur gjörsamlega keyrðu yfir Haukaliðið í upphafi síðari hálfleiks og virtust heimakonur einfaldlega ekki vera mættar til leiks eftir hálfleikinn. Staðan 6-14 eftir sex mínútur í síðari hálfleik. Haukar tóku þá leikhlé, sem breytti þó gangi leiksins lítið. Liðinu tókst þó smátt og smátt að koma boltanum í markið en á sama tíma hélt Valsliðið uppteknum hætti. Úrslitin voru því ráðin strax í upphafi síðari hálfleiks. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 22-30 fyrir Val. Atvik leiksins Ekki er um beint atvik að ræða, heldur tímabil í leiknum. Það eru þær 14 mínútur sem Haukaliðinu tókst ekki að skora í leiknum. Ef þú skorar ekki í 14 mínútur í handboltaleik þá getur þú ekki unnið. Stjörnur og skúrkar Varnarleikur Vals var upp á tíu í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Thea Imani Sturludóttir voru þar fremstar í flokki. Thea Imani endaði einnig markahæst í Valsliðinu, ásamt stöllu sinni Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttir, en þær skoruðu sjö mörk hvor. Útileikmennirnir þrír, Elín Klara Þorkelsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sara Odden, sem Haukar stóla hvað mest á í sínum sóknarleik, brugðust þegar allt var komið í hnút sóknarlega í leiknum. Haukaliðið var í heildina með 15 tapaða bolta, þar af voru þær þrjár með 12 tapaða bolta samanlagt. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, reyndustu dómarar landsins, stóðu sig með prýði í kvöld og ekkert út á þeirra frammistöðu að setja. Stemning og umgjörð Umgjörðin hjá Haukum á Ásvöllum er ávallt til fyrirmyndar. Ágætis mæting var á leikinn hjá stuðningsmönnum beggja liða. Baldur bongó lét sig ekki vanta hjá Valsmönnum og ómaði trommusláttur hans allan leikinn. Viðtöl Stefán Arnarson: „Það má ekki gleyma því að þetta eru sjö landsliðsmenn, níu með þjálfaranum“ „Mér finnst við bara ekki mæta klárar í leikinn. Ég tek það bara á mig. En á móti kemur þá hef ég verið í mörgum úrslitaeinvígjum, stundum sveiflast frá því að vera eitt mark upp í tíu mörk. Valur kom bara vel undirbúið og gerði þetta vel, þær voru bara betri á öllum sviðum,“ sagði Stefán Arnarson, annar þjálfara Hauka, eftir leik. Stefán og hans teymi tók leikhlé eftir aðeins örfáar mínútur í seinni hálfleik. „Við ræðum í hálfleik hvað við ætlum að gera betur í seinni hálfleik, en við fáum þrjú mörk á okkur á tveimur mínútum í byrjun seinni hálfleiks og þurfti því hugsanlega að taka leikhlé. Ég veit ekkert hvort það var rétt, en heilt yfir var Valur bara miklu betri,“ sagði Stefán og hélt áfram. „Það má ekki gleyma því að þetta eru sjö landsliðsmenn, níu með þjálfaranum. Við erum með einn. Það skiptir samt ekki öllu máli. Við eigum að geta gert betur, en þegar Valsliðið er í svona ham þá er erfitt að eiga við þær.“ Haukaliðið reyndi ýmislegt í sinni taktík til þess að komast inn í leikinn en ekkert gekk. Liðið prófaði þó ekki að spila sjö á sex sóknarlega í leiknum. Aðspurður hvort það hafi komið til greina, þá var svar Stefáns á þennan veg. „Nei. Í fyrsta lagi þá var eiginlega allt að hjá okkur og allt sem við prófuðum gekk illa. Við prófuðum að fara í 5-1 vörn, hún gekk ekki, og við fórum í 4-2. Svo þegar við fengum færi í sókninni þá var Hafdís að verja frá okkur. Þannig að hugsanlega hefði verið hægt að gera eitthvað annað, en því miður allt sem við reyndum gekk ekki.“ „Við erum í þessu einvígi til að vinna, en við vissum alltaf að möguleikar Valsmanna væru meiri. Við spiluðum fyrsta leikinn mjög vel og hefðum átt að vinna hann. Við spiluðum illa í dag og svo kemur í ljós hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Stefán að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti