Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 17:53 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2022. AP/Julia Nikhinson Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira