„Við erum alveg róleg“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2024 20:16 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals Vísir/Pawel Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30. „Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
„Við spiluðum mun betur í dag. Varnarleikurinn var miklu betri. Náðum að leysa ákveðnar stöður hjá þeim mun betur. Þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, beint eftir leik. Valur spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik og fékk liðið aðeins sex mörk á sig. Liðið skoraði þó aðeins tíu mörk. Aðspurður út í þennan mun varnar- og sóknarlega hafði Ágúst þetta að segja. „Mér fannst við eiga vera meira yfir í hálfleik. Margrét var að verja gríðarlega vel, mikið af opnum færum, þannig að það hafði ekki verið neitt óvænt ef við hefðum verið sex til sjö mörkum yfir í hálfleik. Vörnin var mjög góð hjá okkur, náðum að keyra á þær en fórum illa með færi. Svo náðum við bara góðum tökum á leiknum. Heilt yfir spiluðum við bara góðan leik.“ Eftir að aðeins 16 mörk höfðu verið skoruð í fyrri hálfleik þá voru 36 mörk skoruð í þeim seinni. Hver var ástæðan fyrir því að mati Ágústs? „Bæði lið voru farin að skipta mikið inn á, en við héldum bara áfram af fullum krafti. Þær breyttu í 5-1 vörn og við leystum það bara fínt. Ég held að þetta var bara sanngjarn sigur og við náðum að setja saman góðan leik og það var bara gott.“ Næsti leikur er eftir þrjá daga þar sem Íslandsmeistaratitilinn getur farið á loft, ef Valur vinnur þann leik. „Nú kemur þriggja daga pása. Við þurfum að hvíla okkur og æfa vel og skoða þennan leik og bara undirbúa okkur bara áfram vel. Þetta er alltaf eins, það þarf að vinna þrjá leiki og klárlega er gott að vera komin í 2-0. En við erum bara með báða fætur á jörðinni og nálgumst þetta af sömu fagmennsku og við höfum gert og erum með fókusinn á okkur og að ná í góða frammistöðu. Ef við gerum það þá getum við klárað þetta, en það getur allt gerst. Við erum alveg róleg,“ sagði Ágúst að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira