„Verður gönguferð í garðinum fyrir þá“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:03 Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum bara góðan leik í kvöld. Það eru 44 klukkutímar þar til næsti leikur er. Það verður erfitt að gera mannskapinn tilbúinn fyrir það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld.Framundan í einvígi liðanna er oddaleikur á þriðjudag. Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira
Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Sjá meira