Segja Real renna hýru auga til miðjumanns Leverkusen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 19:45 Gæti verið á leið til Real á næsta ári. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það má reikna með að fjöldi leikmanna Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen verði eftirsóttur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum Evrópu í sumar. Spánarmeistarar Real Madríd eru nú þegar með augastað á miðjumanni þýska félagsins en eru þó tilbúnir að bíða til næsta árs. Hinn 21 árs gamli Florian Wirtz hefur verið algjör lykilmaður í liði Leverkusen sem gæti enn farið taplaust í gegnum tímabilið. Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður hefur til þessa leikið 46 leiki í öllum keppnum, skorað 18 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Spænski fjölmiðillinn Marca segir að Real sé þegar byrjað að undirbúa kaup á leikmanninum sumarið 2025. Real hefur undanfarin ár ávallt skipulagt leikmannahóp sinn nokkur ár fram í tímann og nú er kominn tími til að finna næsta gimstein á annars öfluga miðju liðsins. „Real er nú að vinna í því að fá Þjóðverjann í sínar raðir. Þetta er langtímamarkmið sem krefst mikils tíma, líkt og þegar það festi kaup á Jude Bellingham, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni,“ segir í frétt Marca. Það er næsta öruggt að Xabi Alonso muni stýra Leverkusen á næstu leiktíð en hann hefur verið orðaður við þjálfarastöðu Real Madríd þar sem Carlo Ancelotti verður þar ekki að eilífu enda orðinn 64 ára gamall. Það gæti því farið svo að Real sæki tvo máttarstólpa Leverkusen sumarið 2025. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Florian Wirtz hefur verið algjör lykilmaður í liði Leverkusen sem gæti enn farið taplaust í gegnum tímabilið. Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður hefur til þessa leikið 46 leiki í öllum keppnum, skorað 18 mörk og gefið 19 stoðsendingar. Spænski fjölmiðillinn Marca segir að Real sé þegar byrjað að undirbúa kaup á leikmanninum sumarið 2025. Real hefur undanfarin ár ávallt skipulagt leikmannahóp sinn nokkur ár fram í tímann og nú er kominn tími til að finna næsta gimstein á annars öfluga miðju liðsins. „Real er nú að vinna í því að fá Þjóðverjann í sínar raðir. Þetta er langtímamarkmið sem krefst mikils tíma, líkt og þegar það festi kaup á Jude Bellingham, Eduardo Camavinga og Aurélien Tchouaméni,“ segir í frétt Marca. Það er næsta öruggt að Xabi Alonso muni stýra Leverkusen á næstu leiktíð en hann hefur verið orðaður við þjálfarastöðu Real Madríd þar sem Carlo Ancelotti verður þar ekki að eilífu enda orðinn 64 ára gamall. Það gæti því farið svo að Real sæki tvo máttarstólpa Leverkusen sumarið 2025.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira