Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 22:11 Baltasar og Statham sameina krafta sína í nýrri mynd. Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira